Færsluflokkur: Bloggar

Stækkun leikskólans

Unnið í grunni leikskólans

Hafist var handa við stækkun leikskólans á Vopnafirði á þriðjudaginn sl. Grunnur viðbyggingarinnar er um 300 fermetrar og skólinn er stækkaður í norðaustur endann.Grunnurinn var alveg laus við klappir svo auðvelt var að moka burtu mold til að komast niður á fast. Lítið þurfti að bæta við möl í botninn til að rétta hann af.

 Eins og gefur að skilja í svona framkvæmdum verður alltaf eitthvert rask og hjá því verður ekki komist. Því miður gengur mönnum oft erfiðlega að skilja slíkt og verða argir.

Næsta mál er að steypa grunninn og síðar verður fyllt í hann möl og plata steypt ofan á en þó nokkuð af efni fer í það.

 ----

Áfram er unnið að vegaframkvæmdum í Sunnudal en í haust er fyrirhugað að byggja laxastiga í Sunnudalsánni. 

 


Smá grafa til leigu

Smá grafan flutt á milli staða

 

Ljósaland leigir út smá gröfu af gerðinni Bobcat. Vélin er hentug til hina ýmsu verka m.a. í garðinn og við þröngar aðstæður þar sem stærri vélar komast ekki að. Vélina er hægt að leigja með manni eða án manns.

 

Nánari upplýsingar um leiguverð og fleira er hægt að fá í síma 866 7432 eða á netfang ljosal@simnet.is

 

 


Nýr bíll í flotann

Nýr bíll Scania 111

Ljósaland ehf keypti fyrr í sumar nýjan/gamlan vörubíl af gerðinni Scania 111. Sænskt gæðastál þar á ferðinni og enginn svikinn af því. Allavega ekki enn sem komið er. Bíllinn hefur verið mikið notaður í vegaframkvæmdum í Sunnudal (dalur sem liggur inn af Hofsárdal) og reynst vel.

 Fyrir á Ljósaland Volvo F10 og Volvo F12 trailer. Þetta er ekki fyrsti Scania bílinn sem kemur í flotann því lengst af var Scania 140 eini vörubíll fyrirtækisins og ekkert nema gott um það eintak að segja. Sá bíll er þó enn til en bíður þess að eigendur sínir sinni honum og geri hann upp!

 Til gamans má geta að Scania er latneska heitið á Skåne (ísl: Skáni) í Svíþjóð. Höfuðstöðvar Scania verksmiðjunnar eru í  Södertälje sem er borg um 30 km frá Stokkhólmi. Hjá Scania um allan heim vinna um 32 þúsund manns. Saga Scania nær allt aftur til ársins 1900 þegar fyrirtækið var stofnað í Malmö í Svíþjóð. Scania selur trukka yfir 12 tonnum og er þriðji stærsti söluaðilinn í þeim geiranum. Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen á stærstan hlut í Scania eða um 35 prósent. Þar á eftir kemur fyrirtækið Investor AB og síðan á þýski trukka framleiðandinn MAN þriðja stærsta hlutinn. Athyglisvert það.

 Árið 1999 reyndi hinn stóri bílaframleiðandinn Volvo og aðalkeppinautur Scania að kaupa upp fyrirtækið en Evrópusambandið bannaði það á þeim forsendum að þeir kæmust í einokunaraðstöðu.  


Ný heimasíða Ljósalands ehf

Ljósaland ehf er verktakafyrirtæki með aðsetur á Vopnafirði. Fyrirtækið var stofnað í september árið 1991. Stofnendur þess voru Þórður Helgason, Kristín Steingrímsdóttir og Stefán Guðsteinsson.

Að jafnaði hafa 1-3 starfsmenn verið á vegum Ljósalands. Fyrirtækið á og rekur tvær traktorsgröfur, þrjár hjólaskóflur, tvo vörubíla, jarðýtu, smágröfu ásamt því að fyrirtækið leigir með eða án manni steinsög og loftpressu.

 Stærsta framkvæmd á vegum Ljósalands ehf var gerð nýs vegar um Sandvíkurheiði sem tengir Vopnafjörð og Bakkafjörð og stóð hún yfir árin 93 - 94.

 

 Á þessari síðu verður sagt frá ýmsum verkefnum sem fyrirtækið tekur að sér og einnig verður sagt frá einhverju sem framundan er hverju sinni.

 Netfang fyrirtækis er ljosal@simnet.is


« Fyrri síða

Um bloggið

Ljósaland ehf,verktakafyrirtæki

Höfundur

Ljósaland ehf,verktakafyrirtæki
Ljósaland ehf,verktakafyrirtæki

Verktakafyrirtækið Ljósaland ehf

690 Vopnafirði 

Kt 700991-1569

Sími 866 7432
       852 8216

Netfang: ljosal@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_0019
  • IMG_0015
  • ...img_0097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband