2.8.2007 | 13:52
Nýr bíll í flotann
Ljósaland ehf keypti fyrr í sumar nýjan/gamlan vörubíl af gerðinni Scania 111. Sænskt gæðastál þar á ferðinni og enginn svikinn af því. Allavega ekki enn sem komið er. Bíllinn hefur verið mikið notaður í vegaframkvæmdum í Sunnudal (dalur sem liggur inn af Hofsárdal) og reynst vel.
Fyrir á Ljósaland Volvo F10 og Volvo F12 trailer. Þetta er ekki fyrsti Scania bílinn sem kemur í flotann því lengst af var Scania 140 eini vörubíll fyrirtækisins og ekkert nema gott um það eintak að segja. Sá bíll er þó enn til en bíður þess að eigendur sínir sinni honum og geri hann upp!
Til gamans má geta að Scania er latneska heitið á Skåne (ísl: Skáni) í Svíþjóð. Höfuðstöðvar Scania verksmiðjunnar eru í Södertälje sem er borg um 30 km frá Stokkhólmi. Hjá Scania um allan heim vinna um 32 þúsund manns. Saga Scania nær allt aftur til ársins 1900 þegar fyrirtækið var stofnað í Malmö í Svíþjóð. Scania selur trukka yfir 12 tonnum og er þriðji stærsti söluaðilinn í þeim geiranum. Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen á stærstan hlut í Scania eða um 35 prósent. Þar á eftir kemur fyrirtækið Investor AB og síðan á þýski trukka framleiðandinn MAN þriðja stærsta hlutinn. Athyglisvert það.
Árið 1999 reyndi hinn stóri bílaframleiðandinn Volvo og aðalkeppinautur Scania að kaupa upp fyrirtækið en Evrópusambandið bannaði það á þeim forsendum að þeir kæmust í einokunaraðstöðu.
Um bloggið
Ljósaland ehf,verktakafyrirtæki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar