13.8.2007 | 22:02
Stækkun leikskólans
Hafist var handa við stækkun leikskólans á Vopnafirði á þriðjudaginn sl. Grunnur viðbyggingarinnar er um 300 fermetrar og skólinn er stækkaður í norðaustur endann.Grunnurinn var alveg laus við klappir svo auðvelt var að moka burtu mold til að komast niður á fast. Lítið þurfti að bæta við möl í botninn til að rétta hann af.
Eins og gefur að skilja í svona framkvæmdum verður alltaf eitthvert rask og hjá því verður ekki komist. Því miður gengur mönnum oft erfiðlega að skilja slíkt og verða argir.
Næsta mál er að steypa grunninn og síðar verður fyllt í hann möl og plata steypt ofan á en þó nokkuð af efni fer í það.
----
Áfram er unnið að vegaframkvæmdum í Sunnudal en í haust er fyrirhugað að byggja laxastiga í Sunnudalsánni.
Um bloggið
Ljósaland ehf,verktakafyrirtæki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar